Innlent

Óskaði eftir að gista fangageymslu

MYND/HÞG

Lögreglan á Selfossi stöðvaði fimm ökumenn fyrir ölvunarakstur í nótt og einn í morgun. Einn þeirra sem var stöðvaður óskaði eftir að gista fangageymslu þar sem hann hafði ekki í önnur hús að venda eftir að búið var að taka bílinn af honum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var maðurinn á leið heim til sín þegar hann var stöðvaður. Þegar honum varð ljóst að hann gæti ekki keyrt heim óskaði hann eftir að fá að láta renna af sér í fangageymslu lögreglunnar á Selfossi. Lögreglan varð góðfúslega við beiðni mannsins.

Alls hafði lögreglan á Selfossi afskipti af fimm ökumönnum í nótt vegna ölvunaraksturs og einum í morgun. Þá var einn ökumaður stöðvaður í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×