Innlent

Rafrænum skilríkjum dreift á næsta ári

Dreifing rafrænna skilríkja mun hefjast á næsta ári þegar debetkort sem innihalda örgjörva verða tekin í notkun. Í framtíðinni verður síðan hægt að nota slík skilríki á Netinu meðal annars til auðkenningar á umsóknum ýmiss konar sem og á spjallrásum og í tölvupóstssamskiptum.

Undirbúningur að dreifingu næstu kynslóðar debetkorta hefur staðið yfir undanfarna mánuði. Nýju debetkortin munu innihalda örgjörva með rafrænum skilríkjum sem hægt verður að nota til auðkenningar á Netinu. Með notkun slíkra skilríkja verður hægara um vik að sækja um og undirrita umsóknir af ýmsu tagi, skattframtalsskil verða auðveldari og þá verður í framtíðinni vera hægt að kjósa á Netinu.

Nokkrir dómar hafa fallið hér á landi þar sem barnaníðingar hafa notað spjallrásir til að komast í samskipti við börn. Rafræn skilríki geta í framtíðinni komið í veg fyrir þetta.

Fyrstu rafrænu skilríkin verða gefin út snemma á næsta ári og vonast menn til að innan fárra ára verði þau komin í almenna notkun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×