Innlent

Íslenskt þjóðfélag undir smásjánni

Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri. MYND/ÆÞ

Íslensk þjóðfélagsfræði verður viðfangsefni ráðstefnugesta á Akureyri 27. til 28. apríl næstkomandi. Á ráðstefnunni verða kynntar margvíslegar rannsóknir á íslensku þjóðfélagi frá sjónarhóli félagsfræði, mannfræði, stjórnmálafræði og skyldra greina. Ráðstefnunni er ætlað að skapa umræðuvettvang þjóðfélagsfræðinga sem starfa í háskólum, framhaldsskólum og við rannsóknir á öðrum vettvangi. Ráðstefnan mun einnig gefa nemendum á háskóla- og framhaldsskólastigi kost á að kynnast og taka þátt í fræðastarfi þjóðfélagsfræðinnar.

Allir framhalds- og háskólar frá Ísafirði til Neskaupsstaðar standa að ráðstefnunni sem fram fer í Háskólanum á Akureyri og alls verða flutt 60 erindi um margvíslegar rannsóknir á íslensku þjóðfélagi. Á ráðstefnunni verða 12 málstofur og er efni þeirra meðal annars Hnattvæðing og stjórnmál; Vímuefni og forvarnir; Fjölmiðlar og fjölmiðlun og Skóli og samfélag. Skráning er hafin á heimasíðu Háskólans á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×