Innlent

Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson fluttur til Þýskalands

Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson, skip Samherja, verður fluttur út til Þýskalands í sumar og mun framvegis gera út frá Cuxhaven. Um 26 menn eru í áhöfn skipsins og hefur flestum þeirra nú þegar verið boðin önnur vinna hjá fyrirtækinu.

Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, er flutningur Baldvins liður í skipulagsbreytingu og uppstokkun skipastóls hjá Samherja. Þrjú ný skip hafa verið keypt til landsins og því hafi verið ákveðið að flytja Baldvin til dótturfyrirtækis Samherja, Deutsche Fischfang Union, sem hefur aðalstöðvar í Cuxhaven í Norður Þýskalandi. Hann segir flestum í 26 manna áhöfn skipsins hafa verið boðin önnur vinna hjá Samherja.

Kristján segir áætlað að Baldvin fari út síðla sumars. Deutsche Fischfang Union gerir nú út tvö skip.

Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EA-10, áður Guðbjörg ÍS, bættist í flota Samherja þegar fyrirtækið rann saman við Hrönn hf í ársbyrjun 1997. Hann var seldur til Deutsche Fischfan Union árið 1999 en keyptur aftur til baka í lok árs 2001.

 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×