Innlent

Steinasafnarar sækja í Héðinsfjarðargöng

Íslenskir steinasafnarar kætast þessa dagana vegna borunar Héðinsfjarðarganga en þar hafa ýmsir fágætir steinar fundist undanfarið. Íslenskt grjót er jafnvel sagt búa yfir lækningamætti.

Félag norðlenskra steinasafnara hefur starfað um nokkurn tíma og hefur nú aðstöðu í kjallara gamla barnaskólans á Akureyri. Nýverið fékk félagið styrk frá samfélags- og mannréttindaráði Akureyrarbæjar til að endurbæta tækjakost sinn en félagsmenn slípa steinana í vélum þangað til þeir þeir líta svona út.

Þorsteinn Arnórsson formaður félagsins segir að nokkrir tugi steinasafnara séu í landinu og leiti menn fanga víða. Með síauknum umsvifum í jarðgangagerð berast félagsmönnum nú fágæt sýnishorn sem þeir annars ekki fengju.

Engin eiginleg verðmæti eru í íslenskum steinum en orkan er mikil og jafnvel lækningamátt að finna, segir formaður norðlenskra steinasafnara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×