Innlent

Margar kvartanir vegna hávaða í heimahúsum

MYND/Getty Images

Mikið barst af kvörtunum til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða í heimahúsum. Ekki fóru öll partýin vel fram. Hins vegar var rólegra í miðborginni en oft áður og ekki mjög margir á ferli.

Einn gestur skemmtistaðs nefbrotnaði. Það var eina tilfellið um slys á fólki sem lögreglu er kunnugt um, fyrir utan árás á tvo lögreglumenn sem hlutu minniháttar meiðsl í andliti. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn og félagi hans einnig, en hann lét mjög ófriðlega.

Töluvert var um rúðubrot í gær. Þá var karlmaður á þrítugsaldri handtekinn vegna þriggja bíla sem voru rispaðir. Maðurinn var í annarlegu ástandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×