Kevin Federline, fyrrum eiginmaður Britney Spears, hefur rakað af sér allt hárið. Gerði hann það til að sýna Britney stuðning samkvæmt heimildum The Sun. Kevin var í partýi í Las Vegas þegar hann sagði vinum sínum ástæðuna.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kevin er snoðaður en það vakti athygli á sínum tíma þegar hann skar sítt hár sitt fyrir snoðkoll.
Britney rakaði af sér allt hárið fyrir stuttu en hún dvelur hún nú í meðferð. Parið stendur í harðri forræðisdeilu yfir sonum þeirra tveggja.