Íslenski boltinn

FH af toppnum eftir 60 umferðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn FH hafa brosað lengi en eru nú dottnir af toppnum.
Stuðningsmenn FH hafa brosað lengi en eru nú dottnir af toppnum. Mynd/E. Stefán

Íslandsmeistarar FH létu í dag toppsæti Landsbankadeildar karla af hendi í fyrsta sinn í meira en þrjú ár.

Valur vann FH í dag, 2-0, og komu sér þar með á topp deildarinnar þegar ein umferð er eftir.

FH hafði verið á toppnum síðan liðið vann Fylki, 1-0, þann 19. júlí 2004. Síðan hafa verið leiknar 60 umferðir í efstu deild karla og FH aldrei látið toppsætið af hendi, fyrr en nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×