Innlent

Ölvun og slagsmál á Suðurnesjum

MYND/RE

Mikið annríki var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt vegna ölvunar og slagsmála. Fimm gistu fangageymslu. Þá maður sleginn í andlitið í Keflavík með þeim afleiðingum að tönn brotnaði.

Lögreglan fékk tilkynningu í nótt um mann sem lá í blóði sínu á Hafnargötu í Keflavík. Hafði hann verið sleginn með þeim afleiðingum að tönn brotnaði og skurður kom á hnakka.

Í morgun stöðvaði lögreglan ökumann í Keflavík vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Eftir blóðsýna- og skýrslutöku var ökumaður frjáls ferða sinna.

Þá sinnti lögreglan tveimur útköllum vegna hávaða í heimahúsum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×