Umferðarstofa hefur tekið saman áhrif þess að ljósastýrðum gatnamótum var breytt í Hringtorg. í ljós kom að slysum fækkaði á öllum stöðunum en um leið fjölgaði óhöppum án slysa. Í tikynningu frá Umferðarstofu kemur fram að fækkun slysa sé í samræmi við aðrar rannsóknir en ekki hefur áður komið fram að óhöppun fjölgi um leið.
„Vera má að það skýrist af því að hér er ekki tekið tillit til umferðarþunga á þessum svæðum en öll gatnamótin þrjú eru á svæðum þar sem umferð hefur aukist verulega á síðustu árum, auk þess sem ökutækjaeign á höfuðborgarsvæðinu hefur vaxið um rúmlega 57% frá árinu 2000,"segir í tilkynningunni. Að sögn Umferðarstogu er varhugavert að alhæfa um umferðaröryggi hringtorga almennt út frá þessum tölum þó svo virðist vera sem þau dragi mjög úr slysatíðni.
Hringtorgin sem um ræðir eru á gatnamótum Reykjanesbrautar og Lækjargötu/Hlíðarbergs í Hafnarfirði, gatnamótum Fjarðarhrauns og Flatahrauns, líka í Hafnarfirði og á gatnamótum Arnarnesvegar, Bæjarbrautar og Fífuhvammsvegar í Garðabæ.
Nánar má kynna sér málið hér fyrir neðan.