Sjóstöngin vinsæl fyrir vestan 30. júlí 2007 18:52 Ferðaþjónusta tengd sjóstangaveiði hefur stóraukist á Vestfjörðum og menn sjá mikla möguleika í skemmtisiglingum. Á annað þúsund manns hafa komið á sjóstöng á Flateyri og Suðureyri það sem af er sumri. Þetta er tvöfaldur íbúafjöldinn í þessum tveimur sjávarplássum. Á Flateyri vinna menn hörðum höndum við að reisa níu gistihús eða sumarbústaði fyrir erlenda sjóstangveiðimenn en þjónusta við þá er vaxandi atvinnugrein á Vestfjörðum. Hvíldarklettur hf. rekur þessa þjónustu bæði á Flateyri og Suðureyri en fyrirtækið hóf starfsemi í vor. Nálega hundrað manns koma vikulega á sjóstöng til Flateyrar og Suðureyrar en þrettán hundruð manns hafa komið á sjóstöng hjá fyrirtækinu í sumar að sögn Elíasar Guðmundssonar framkvæmdastjóra Hvíldarkletts. Á fáum vikum hefur fyrirtækið náð að skapa störf fyrir 30 manns, 8 af þeim eru heilsársstörf. Elías segir að jákvæður árangur af rekstrinum fylli menn bjartsýni á tímum kvótasamdráttar og undir það taka sjómenn á svæðinu sem telja að ný tækifæri liggi í ferðaþjónustu. Hvíldarklettur leigir aflaheimildir fyrir 50 milljónir króna en fyrirtækið hefur þegar fjárfest fyrir nálega hálfan milljarð króna til að tryggja hátt þjónustustig. Í Bolungarvík hefur einnig verið mikill vöxtur í ferðaþjónustu en þaðan er nú lagt kapp á að sigla með ferðamenn um Djúpið og norður í Jökulfirði. Útgerðarmenn sjá jafnvel möguleika á að nýta skipakost sinn í þessa þjónustu þegar kvótinn skerðist. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Ferðaþjónusta tengd sjóstangaveiði hefur stóraukist á Vestfjörðum og menn sjá mikla möguleika í skemmtisiglingum. Á annað þúsund manns hafa komið á sjóstöng á Flateyri og Suðureyri það sem af er sumri. Þetta er tvöfaldur íbúafjöldinn í þessum tveimur sjávarplássum. Á Flateyri vinna menn hörðum höndum við að reisa níu gistihús eða sumarbústaði fyrir erlenda sjóstangveiðimenn en þjónusta við þá er vaxandi atvinnugrein á Vestfjörðum. Hvíldarklettur hf. rekur þessa þjónustu bæði á Flateyri og Suðureyri en fyrirtækið hóf starfsemi í vor. Nálega hundrað manns koma vikulega á sjóstöng til Flateyrar og Suðureyrar en þrettán hundruð manns hafa komið á sjóstöng hjá fyrirtækinu í sumar að sögn Elíasar Guðmundssonar framkvæmdastjóra Hvíldarkletts. Á fáum vikum hefur fyrirtækið náð að skapa störf fyrir 30 manns, 8 af þeim eru heilsársstörf. Elías segir að jákvæður árangur af rekstrinum fylli menn bjartsýni á tímum kvótasamdráttar og undir það taka sjómenn á svæðinu sem telja að ný tækifæri liggi í ferðaþjónustu. Hvíldarklettur leigir aflaheimildir fyrir 50 milljónir króna en fyrirtækið hefur þegar fjárfest fyrir nálega hálfan milljarð króna til að tryggja hátt þjónustustig. Í Bolungarvík hefur einnig verið mikill vöxtur í ferðaþjónustu en þaðan er nú lagt kapp á að sigla með ferðamenn um Djúpið og norður í Jökulfirði. Útgerðarmenn sjá jafnvel möguleika á að nýta skipakost sinn í þessa þjónustu þegar kvótinn skerðist.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira