Náttúrusamtök leggjast gegn nýrri veglínu þjóðvegar 1 30. júlí 2007 15:39 MYND/Stefán Karlsson Stjórn Náttúruverndarsamtaka Suðurlands leggst gegn því að veglínu þjóðvegar 1 verði breytt þar sem hann liggur um Mýrdal en hreppsnefndin hefur tekið ákvörðun um breytingu á aðalskipulagstillögu þess efnis. Stjórn samtakanna telur ljóst að samþykkt sveitarstjórnar Mýrdalshrepps um veglínu „muni, ef til kemur, valda verulegum óafturkræfum breytingum á þessum svæðum, einkum þó Víkurfjöru, Reynishverfi, ræktunarlöndum bænda og votlendinu við Dyrhólaós." „Stjórn NSS telur nauðsynlegt að breytingar á samgöngumannvirkjum lúti í senn markmiðum um náttúruvernd, öryggi og langtíma hagkvæmni, og gerir þá kröfu að til grundvallar ákvörðunum stjórnvalda liggi faglegt mat á þessum þáttum," segir í tilkynningu frá samtökunum. „Stjórn NSS telur því ótímabært að ný veglína fyrir þjóðveg 1 sé sett í aðalskipulagstillögu fyrr en gerðar hafi verið athuganir á annars vegar úrbótum á núverandi veglínu og hins vegar öðrum valkostum, með tilliti til (1) umhverfisáhrifa, (2) kostnaðar og umferðaröryggis, (3) efnahags- og félagslegra áhrifa á landnytjar, landbúnað og ferðaþjónustu (4) og áhrifa breytinga á ímynd og ásýnd svæðisins," segir ennfremur. Í tilkynningunni segir ennfremur að samkvæmt ákvörðun Mýrdalshrepps um breytingu á aðalskipulagstillögu sé gert ráð fyrir jarðgöngum og nýrri veglínu þjóðvegar 1 um Mýrdal þannig að þjóðvegurinn liggi vestur eftir Víkurfjöru við suðurjaðar Víkurkauptúns, vestan þess við Blánef í göngum gegnum Reynisfjall. Þaðan liggi þjóðvegurinn í gegnum ræktunarlönd bænda í Reynishverfi og eftir bökkum Dyrhólaóss að norðan, þ.e. um votlendi og á jaðri friðlýstra náttúruminja, síðan í göngum gegnum Geitafjall og þar um ræktað land sunnan Ketilsstaða. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Stjórn Náttúruverndarsamtaka Suðurlands leggst gegn því að veglínu þjóðvegar 1 verði breytt þar sem hann liggur um Mýrdal en hreppsnefndin hefur tekið ákvörðun um breytingu á aðalskipulagstillögu þess efnis. Stjórn samtakanna telur ljóst að samþykkt sveitarstjórnar Mýrdalshrepps um veglínu „muni, ef til kemur, valda verulegum óafturkræfum breytingum á þessum svæðum, einkum þó Víkurfjöru, Reynishverfi, ræktunarlöndum bænda og votlendinu við Dyrhólaós." „Stjórn NSS telur nauðsynlegt að breytingar á samgöngumannvirkjum lúti í senn markmiðum um náttúruvernd, öryggi og langtíma hagkvæmni, og gerir þá kröfu að til grundvallar ákvörðunum stjórnvalda liggi faglegt mat á þessum þáttum," segir í tilkynningu frá samtökunum. „Stjórn NSS telur því ótímabært að ný veglína fyrir þjóðveg 1 sé sett í aðalskipulagstillögu fyrr en gerðar hafi verið athuganir á annars vegar úrbótum á núverandi veglínu og hins vegar öðrum valkostum, með tilliti til (1) umhverfisáhrifa, (2) kostnaðar og umferðaröryggis, (3) efnahags- og félagslegra áhrifa á landnytjar, landbúnað og ferðaþjónustu (4) og áhrifa breytinga á ímynd og ásýnd svæðisins," segir ennfremur. Í tilkynningunni segir ennfremur að samkvæmt ákvörðun Mýrdalshrepps um breytingu á aðalskipulagstillögu sé gert ráð fyrir jarðgöngum og nýrri veglínu þjóðvegar 1 um Mýrdal þannig að þjóðvegurinn liggi vestur eftir Víkurfjöru við suðurjaðar Víkurkauptúns, vestan þess við Blánef í göngum gegnum Reynisfjall. Þaðan liggi þjóðvegurinn í gegnum ræktunarlönd bænda í Reynishverfi og eftir bökkum Dyrhólaóss að norðan, þ.e. um votlendi og á jaðri friðlýstra náttúruminja, síðan í göngum gegnum Geitafjall og þar um ræktað land sunnan Ketilsstaða.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira