Innlent

Veðurútlit vont fyrir verslunarmannahelgina

Útlit er fyrir að fólk þurfi að klæða sig vel um næstu helgi.
Útlit er fyrir að fólk þurfi að klæða sig vel um næstu helgi. Mynd/ Valgarður Gíslason

Gert er ráð fyrir að miklu rigningaróveðri á Íslandi um verslunarmannahelgina þegar lægð gengur yfir Ísland.

Sigurður Ragnarsson, veðurfræðingur hjá Fréttastofu Stöðvar 2, segir að lægð sé að nálgast landið. Hann gerir ráð fyrir að skilin muni ganga yfir á föstudagskvöld. Þá sé von á miklu roki og rigningu um land allt en þó einna verst á Suðurlandi. Veðrið muni batna eftir því sem líður á helgina en þó megi búast við rigningu víða um land.

Sigurður segir að lægðin á eftir að hnoðast til og myndin verði skýrari á miðvikudag. Útlitið sé þó ekki gott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×