Innlent

Þrír piltar lögðu byggingarsvæði í rúst

Þrír barnungir piltar gengu bersersgang um byggingasvæði á höfuðborgarsvæðinu og ollu þar þónokkrum skemdum. Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna þessa í gærmorgun. Þegar komið var á byggingasvæðið blasti við ófögur sjón. Drengirnir höfðu brotið ljós á vinnuvél og við kaffiskúr og brotið rúður. Þá krotuðu piltarnir á veggi og skvettu  málingu nærliggjandi íbúðarhús.

Við rannsókn málsins bárust böndin fljótt að áðurnefndum piltum. Í fyrstu vísuðu þeir hver á annan en sannleikurinn kom þó fljótt í ljós. Málið verður sent til Barnaverndarnefndar. Þetta kemur fram á vef Lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×