Innlent

Skvettu málningu á ræðisskrifstofu Íslands

Meðlimir í samtökunum Saving Iceland réðust í morgun á ræðisskrifstofu Íslands í Edinborg. Þeir skvettu málningu á húsið, límdu lása fasta og festu miða á vegg hússins með orðunum ,,Heimurinn fylgist með". Þá voru orðin ,,Íslandi blæðir" máluð gulum stöfum á tröppur þess.



Í tilkynningu frá samtökunum segja þau aðgerðirnar vera viðbrögð við ofbeldi lögreglumanna gegn meðlimum samtakanna sem mótmæltu stóriðju á Íslandi í Reykjavík á dögunum.

Haukur Ólafsson sendifulltrúi íslenska sendiráðsins í London segir sendiráðið í London ekki hafa orðið fyrir barðinu á mótmælendum og að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×