Innlent

Heimsmeistararnir komnir heim

Skáksveit Salaskóla sem varð heimsmeistarar í sveitaskák í Tékklandi í vikunni, kom heim til Íslands í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar verða heimsmeistarar í sveitaskák.

Gunnar Birgisson bæjarstjóri í Kópavogi bauð skáksveitinni til móttöku á bæjarstjórnarskrifstofunum í morgun. Bæjarstjórinn óskaði fimmmenningunum í skáksveitinni til hamingju með frækilegan árangur og sagði alla bæjarbúa stolta af árangri þeirra.

Skákmeistararnir fengu afhenda viðurkenningu frá bænum og minnti bæjarstjórinn skákfólkið unga á að skákin væri eins og lífið sjálft. Það væri ljúft að sigra en í skákinni eins og lífinu yrði fólk líka að kunna að taka ósigrum. Gunnar sagði skákina mikilvæga íþrótt sem þjálfaði ungt fólk agaða hugsun og einbeitingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×