Innlent

Hörðustu aðdáendur Harry Potter mættir fyrir utan bókaverslanir klukkan sex í gærkvöld

Hörðustu aðdáendur galdradrengsins Harry Potter voru komnir fyrir utan bókabúðir klukkan sex í gærkvöldi til að verða fyrstir í röðinni til að kaupa Deathly Hallows, síðustu bókina í ritröðinni. Opnað verður fyrir sölu bókarinnar í bókaverslunum víða um borgina stundvíslega klukkan eina mínútu yfir ellefu í kvöld.

Síðasta og jafnframt sjöunda bókin um galdradrenginn Harry Potter, Deathly Hallows er loksins komin til landsins. Sala bókarinnar hefst stundvíslega klukkan eina mínútu yfir ellefu í kvöld. Mikil eftirvænting hefur gripið um sig meðal bókaaðdáenda og voru þeir hörðustu mættir um kvöldmatarleytið í gærkvöld fyrir utan bókabúðina Nexus til að verða fyrstir í röðinni og gistu í nótt. Þá voru nokkrir mættir fyrir utan Mál og menningu og Eymundsson verða með fjölbreytta dagskrá í allan dag.

Bókaverslanir Máls og menningar og Eymundsson verða með fjölbreytta dagskrá í allan dag til að skemmta gestum og gangandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×