Innlent

Vegslóða um Öskjuhlíð lokað að hluta

Vegslóða um Öskjuhlíð frá Hlíðarfæti að Kirkjugörðum Reykjavíkur hefur verið lokað vegna framkvæmda við lóð Háskólans í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að vegurinn verði lokaður til haustsins 2009 eða þar til byggingaframkvæmdum lýkur.

Fram kemur í frétt Reykjavíkurborgar að lokunin tengist ennfremur nýrri legu á göngu- og hjólastíg meðfram Öskjuhlíðinni. Sá stígur verður tekinn í notkun áður en eldri stígur verður aflagður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×