Enski boltinn

West Ham sagt vilja fá Ragnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Sigurðsson, leikmaður IFK Gautaborgar.
Ragnar Sigurðsson, leikmaður IFK Gautaborgar. Mynd/Guðmundur Svansson

Expressen heldur því fram í dag að Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, vilji fá Ragnar Sigurðsson til liðs við félagið.

Í grein Expressen segir að Eggert vilji fá íslenskt yfirbragð á félagið og hafi mestan áhuga á að fá Ragnar og Eið Smára Guðjohnsen til liðs við félagið.

Eiður Smári hefur margoft verið orðaður við West Ham undanfarið ár.

West Ham er sagt vera undirbúa tilboð sem muni hljóma upp á tvær til þrjár milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×