Erlent

Smáralindardeila á Spáni

Litla stúlkan í bikiníinu eins og hún sést á heimasíðu armanijunior.
Litla stúlkan í bikiníinu eins og hún sést á heimasíðu armanijunior. MYND/armanijunior.com

Auglýsing frá Giorgio Armani junior hefur vakið athygli á Spáni. Auglýsingin sýnir litla stúlku í bikiníi. Fyrir skemmstu þurfti Dolce og Gabbana að hætta við auglýsingu sem sýndi mann halda konu niðri við jörðina á meðan aðrir karlmenn horfðu á.

Spænsk yfirvöld hafa nú skarast í leikinn. Deilt er um það hvort sé verið að sýna stúlkuna á kynferðislegan hátt. Yfirmaður barnaverndarstofunnar í Madrid segist ætla að hafa samband við eftirlitsstofnun auglýsingaiðnaðarins. Hann mun bera upp erindi þess efnis að það verði tekið til athugunnar að taka myndina úr birtingu. Myndin er á vefsíðu Armani armanijunior.com.

Hann tók þessa ákvörðun nokkrum dögum eftir að tískufyrirtækið Dolce og Gabbana var neytt til að taka út mynd úr auglýsingaherferð. Myndin sýndi mann halda konu niðri við jörðina á meðan aðrir karlmenn horfðu á.

Arturo Candela, yfirmaður barnaskrifstofu í Madrid, sem hefur fengið kvartanir frá foreldrum vegna myndarinnar segir: „Á þessari mynd er ekki verið að sýna litlar stúlkur eins og þær eiga að vera. Þær eru meikaðar og eru kannski sex eða sjö ára."

Í tölvupósti frá Armani segir.„Málið veður tekið fyrir um leið og allar upplýsingar varðandi kvörtunina hafa borist."

Forsíða Smáralindarblaðsins. Umboðsmaður barna ætlar ekkert að gera vegna þessarar myndar.
Samskonar deila hefur verið hérlendis vegna forsíðumyndar á Smáralindarblaðinu. Umboðsmaður barna hefur tekið afstöðu til þess máls. Hann ætlar ekkert að aðhafast vegna deilunnar eða myndarinnar.

Tengdar fréttir

Frú Kolbeins klagar Smáralind fyrir klám

„Undirrituð og eiginmaður hennar hafa sent Umboðsmanni barna erindi vegna forsíðunnar á fermingabæklingi Smáralindar," segir Guðbjörg Hildur Kolbeins, doktor í fjölmiðlafræði og lektor í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands á póstlista Femínistafélagsins. Og vill fá fram viðbrögð femínista við forsíðu bæklingsins.

Umboðsmaður barna aðhefst ekki vegna forsíðu

Umboðsmaður barna telur ekki ástæðu til að bregðast við ábendingum doktors í fjölmiðlafræði um að forsíða auglýsingabæklings Smáralindar feli í sér klámfengnar vísanir. Fjórtán ára fyrirsæta er á forsíðunni.

Deilt um meint fermingarklám

„Hún hlýtur að hafa séð að sér. Hún er búin að taka færsluna niður. Það segir allt sem segja þarf," segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir markaðsstjóri Smáralindar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×