Logi lofar sókndjarfara liði 2. ágúst 2007 13:50 Logi stjórnar fyrstu æfingu KR liðsins. Mynd/ Rósa Jóhannsdóttir Logi Ólafsson nýráðinn þjálfari KR segir að búast megi við sókndjarfara liði frá stjórnartíð forvera síns. Fyrsta verkefni Loga með KR liðið verður í Evrópukeppni félagsliða á KR velli í kvöld. KR-ingar taka á móti sænska liðinu Häcken í kvöld en þetta er síðari leikur liðanna í fyrstu umferð Evrópukeppninnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri viðureign liðanna í Gautaborg fyrir hálfum mánuði. Svíarnir komust í 1-0 eftir 10 mínútna leik, en Guðmundur Pétursson jafnaði metin fyrir KR á 68. mínútu og ættu KR -ingar því að teljast í ágætis málum fyrir leikinn í dag. Logi Ólafsson sem tók við stjórn KR liðsins á mánudag hefur haft skamman tíma til að undirbúa lið sitt fyrir leikinn. Logi sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í morgun að helstu áherslubreytingar verði að leikmenn séu ákveðnir í að fara í leikinn í dag með meiri gleði en minni áhyggjum. Hann segir sjálfstraustið í liðinu eðlilega vera lágt eftir gengið í Landsbankadeildinni í sumar og verði nú unnið í hugarfarsbreytingu. Logi reiknar ekki með miklum mannabreytingum á liðinu en þó megi búast við að liðið færi sig framar á völlinn en í undanförnum leikjum. Mikil áhersla verði þó lögð á öflugan varnarleik og reynt verið að gera sóknirnar markvissari. Häcken vermir sjötta sæti annarrar deildar í Svíþjóð og öðlaðist þátttökurétt í Evrópukeppninni á háttvísisverðlaunum. Liðið hefur unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni og er fjórum stigum frá þriðja sætinu sem veitir sæti í úrvalsdeild. Leikur KR og Hacken hefst 18:45 á KR velli í kvöld. Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Sjá meira
Logi Ólafsson nýráðinn þjálfari KR segir að búast megi við sókndjarfara liði frá stjórnartíð forvera síns. Fyrsta verkefni Loga með KR liðið verður í Evrópukeppni félagsliða á KR velli í kvöld. KR-ingar taka á móti sænska liðinu Häcken í kvöld en þetta er síðari leikur liðanna í fyrstu umferð Evrópukeppninnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri viðureign liðanna í Gautaborg fyrir hálfum mánuði. Svíarnir komust í 1-0 eftir 10 mínútna leik, en Guðmundur Pétursson jafnaði metin fyrir KR á 68. mínútu og ættu KR -ingar því að teljast í ágætis málum fyrir leikinn í dag. Logi Ólafsson sem tók við stjórn KR liðsins á mánudag hefur haft skamman tíma til að undirbúa lið sitt fyrir leikinn. Logi sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í morgun að helstu áherslubreytingar verði að leikmenn séu ákveðnir í að fara í leikinn í dag með meiri gleði en minni áhyggjum. Hann segir sjálfstraustið í liðinu eðlilega vera lágt eftir gengið í Landsbankadeildinni í sumar og verði nú unnið í hugarfarsbreytingu. Logi reiknar ekki með miklum mannabreytingum á liðinu en þó megi búast við að liðið færi sig framar á völlinn en í undanförnum leikjum. Mikil áhersla verði þó lögð á öflugan varnarleik og reynt verið að gera sóknirnar markvissari. Häcken vermir sjötta sæti annarrar deildar í Svíþjóð og öðlaðist þátttökurétt í Evrópukeppninni á háttvísisverðlaunum. Liðið hefur unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni og er fjórum stigum frá þriðja sætinu sem veitir sæti í úrvalsdeild. Leikur KR og Hacken hefst 18:45 á KR velli í kvöld.
Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Sjá meira