Venus Williams missir af opna ástralska

Meiðslakálfurinn Venus Williams getur ekki tekið þátt í opna ástralska meistaramótinu í tennis vegna handameiðsla. Williams er aðeins í 48. sæti á styrkleikalistanum eftir að hafa vermt toppsætið í eina tíð. Stigahæsta tenniskona heims, Justine Henin-Hardenne, getur heldur ekki tekið þátt vegna meiðsla.