Innlent

Vikan nú hættulegust í umferðinni

Vikan nú er sú hættulegasta í umferðinni, en rúmlega 24 einstaklingur slasast að meðaltali á viku hverri í umferðinni. Hættulegasti dagurinn í umferðinni er 21. júlí og sá öruggast 26. janúar að því er tölur Umferðarstofu um slysatíðni síðustu ára sýna.

Tölurnar sýna fjölda slasaðra síðustu fimm ár og og slasast að meðaltali 3,45 í umferðinni á degi hverjum. Það þýðir að á hverju ári slasast 1259 manns í umferðinni ár hvert.

30. vika ársins sem í ár stendur frá 22. júlí fram til næsta sunnudags, er sú allra hættulegasta í umferðinni samkvæmt tölum umferðarstofu. Í henni slasast að meðaltali rúmlega 35 einstaklingar.

Næsthættulegasta vikan er síðasta vika ársins en í henni slasast að meðaltali 34,5 og á eftir henni kemur vika 27 en þá slasast 32,5 að meðaltali. Gunnar Geir Gunnarsson, sem sér um skráningu á slysatölum hjá Umferðarstofu, segir engar óyggjandi skýringar á því hvers vegna slys séu algengari í þessum vikum en öðrum. Hann bendir þó á að fólk keyri hratt yfir hásumarið og það valdi slysum. Þá sé umferðin yfirleitt mjög mikil í jólavikunni.

Öruggustu vikurnar eru hins vegar vika 5 en í henni slasast að meðaltali tæplgega 17 einstaklingar og vika 8 og 9 þar sem um 18 einstaklingar slasast. Hættulegasti dagur ársins í umferðinni er 21. júlí ár hvert en þann dag slasast að meðaltali 8,4 einstaklingar og sá öruggasti er 26. janúar en þá slasast 0,8 einstaklingar að meðaltali.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×