Innlent

Brim hf. keypti nýjan togara

Brimnes er tæp 2900 brúttótonn.
Brimnes er tæp 2900 brúttótonn.
Brim hf. tók í dag á móti fullkomnum frystitogara sem hefur fengið heitið Brimnes. Skipið lagði að bryggju í Reykjavík á hádegi. .

Brimnes er keypt af Aker Seafood í Noregi og hét áður Vesttind. Kaupverð skipsins er rúmir 2 milljarðar króna. Skipið var smíðað hjá Solstrand AS í Tomrefirði í Noregi árið 2003. Skipið er 70,10 metra langt og 14,60 metra breitt og mælist 2880 brúttótonn. Aðalvélin er 6000 kw - 8046 hestöfl. Skipið er útbúið til þess að draga allt að 3 troll samtímis. Spilkerfið er rafdrifið sem er nýjung frá norska spilframleiðandanum Brattvaag og notar mun minni orku en hefðbundin spilkerfi sem hafa verið í togurum til þessa.

Brim hf. mun gera skipið út á hefðbundnar bolfiskveiðar en þeim möguleika verður haldið opnum að skipið geti farið á rækjuveiðar skapist réttar markaðs og rekstraraðstæður til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×