Innlent

Fjallað um Ísland í virtu bandarísku ferðatímariti

Frá Ísafirði. Í blaðinu er farið lofsamlegum orðum um náttúrufegurð Vestfjarða.
Frá Ísafirði. Í blaðinu er farið lofsamlegum orðum um náttúrufegurð Vestfjarða. MYND/GVA

Fjallað er ítarlega um Norðurland og Vestfirði í nýjasta tölublaði bandaríska ferðatímaritsins Condé Nast Traveler. Greinin er 13 síður að lengd og er auglýsingaverðmæti umfjöllunarinnar metið á um 5,5 milljónir króna.

Fram kemur í frétt Ferðamálastofu að ferðatímaritið Condé Nast Traveler sé gefið út í tæplega einni milljón eintaka og er jafnaði um 150 síður að lengd. Umfjöllunin þykir mjög jákvæð er til að mynda farið fögrum orðum um óspillta náttúrufegurð Norðurlands og Vestfjarða.

Haft er eftir Einari Gústavssyni, forstöðumanni Ferðamálastofu í New York, í frétt á vefsíðu Ferðamálastofu að bein verðmæti þessarar landkynningar séu um 70 milljónir króna. Þá metur hann auglýsingaverðmæti umfjöllunarinnar á um 5,5 milljónir króna.

Sjá frétt Ferðamálastofu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×