Innlent

Svindlað á íslenskum gististöðum

Frá Hólmavík. Upplýsingamiðstöð Hólmavíkur hefur gefið út sérstakan viðvörun vegna svindls.
Frá Hólmavík. Upplýsingamiðstöð Hólmavíkur hefur gefið út sérstakan viðvörun vegna svindls. MYND/JJ

Dæmi eru um að erlendir aðilar reyni að svindla á gististöðum hérlendis og hafa af þeim fé. Um er ræða svindl þar sem notast er við stolin greiðslukort eða bankaávísunum. Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík hefur sent út sérstaka viðvörun vegna þessa.

Þetta kemur fram á fréttavefnum Strandir.

Aðferðir hinna óprúttnu einstaklinga eru tiltölulega einfaldar. Þeir senda tölvuskeyti á viðkomandi gististað og óska eftir gistingu. Síðan er greitt fyrir með stolnu greiðslukorti eða bankaávísun. Stuttu seinna hætta hins vegar einstaklingarnir við ferðina og óska eftir endurgreiðslu áður en í ljós kemur að greiðslan er fölsk. Þegar gististaðurinn er búinn að endurgreiða er það fé því tapað.

Þetta er ekki fyrsta skipti sem svindlað er á íslenskum gististöðum með þessari aðferð. Í fyrra var gefin út svipuð viðvörun vegna mála af þessu tagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×