Innlent

Ekkert bendir til að handtökuskipun hafi verið gefin út

Ræðismaður Íslands á Möltu segir ekkert benda til þess að handtökuskipun hafi verið gefin út á hendur skipstjóranum á Eyborginni. Ekkert bendir heldur til þess að yfirvöld á Möltu vilji ná tali af Ólafi Ragnarssyni skipstjóra Eyborgar.

Fréttastofa Ríkissjónvarpsins sagði í kvöldfréttum sínum í gær að yfirvöld á Möltu hefðu gefið út handtökuskipun á hendur Ólafi og leituðu hans. Ólafur tók í síðasta mánuði flóttamenn upp í skip sitt og flutti til Möltu.

Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við fréttastofu að ræðismaður Íslands á Möltu hafi í dag kannað hvað væri rétt í málinu. Ræðismaðurinn hafi eftir athugun sína tilkynnt utanríkisráðuneytinu að ekkert hafa komið í ljós um að stjórnvöld á Möltu hafi gefið út handtökuskipun á hendur Ólafi eða að þau vilji yfir höfuð ná tali af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×