Innlent

Tveir gistu fangaklefa í Keflavík

Nokkur ölvun var í miðbæ Keflavíkur í nótt og fengu tveir að gista fangaklefa. Annar þeirra var handtekinn í morgun fyrir að sinna ekki fyrirmælum lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu Suðurnesja hafði maðurinn plantað sér á miðri Hafnargötu í Keflavík og stöðvað með því alla umferð. Hann varð ekki við fyrirmælum lögreglu um að færa sig og var því handtekinn. Hann var nokkuð ölvaður að sögn lögreglu.

Þá fékk annar að gista fangageymslur sökum ölvunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×