Innlent

Tafir á umferð við Oddskarðsgöng vegna skemmda á hurðum

Vegagerðin bendir á að vegna skemmda á hurðum við Oddskarðsgöng verða tafir þar á umferð vegna viðgerða. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitsemi. Annars er greiðfært um allt land ef undan eru skildir hálendisvegur, en vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á flestöllum hálendisvegum sem að jafnaði eru ekki færir nema að sumarlagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×