Innlent

Skemmtistaðir mega vera opnir aðfaranótt páskadags

MYND/Valgarður

Veitinga- og skemmtistöðum er heimilt að hafa opið til klukkan þrjú í nótt eða hálfsex eftir atvikum en hins vegar má aðeins vera opið til miðnættis annað kvöld.

Þá má opna staðina á miðnætti á föstudaginn langa og aðfaranótt páskadags má vera opið til klukkan þrjú. Enn fremur má opna veitinga- og skemmtistaði á miðnætti og hafa opna til þrjú eða hálfsex en annan í páskum má vera opið til klukkan eitt. Er þetta í samræmi við lög um helgidagafrið.

Hins vegar eru listsýningar, tónleikar, leiksýningar og kvikmyndasýningar undanþegnar banni um helgidagafrið á föstudaginn langa og páskadag en slíkir viðburðir mega þó ekki hefjast fyrr en klukkan 15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×