Innlent

Sendi páskaegg til Asíu, Afríku og Suður-Ameríku

Hinn tveggja ára gamli Rúnar Atli Wiium var ansi glaður með sendinguna frá Íslandspósti. Rúnar Atli er sonur Vilhjálms Wiium, umdæmisstjóra ÞSSÍ í Windhoek í Namibíu.
Hinn tveggja ára gamli Rúnar Atli Wiium var ansi glaður með sendinguna frá Íslandspósti. Rúnar Atli er sonur Vilhjálms Wiium, umdæmisstjóra ÞSSÍ í Windhoek í Namibíu.

Allir starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í útlöndum fengu send páskaegg frá Íslandspósti nú fyrir páskana. Fram kemur í tilkynningu frá Íslandspósti að 20 egg hafi verið send til Afríku, Asíu og Suður-Ameríku og komust þau örugglega í hendur viðtakenda en óttast var að þau myndu hugsanlega brotna á leiðinni eða bráðna á póstbirgðastöðum í kringum miðbaug þar sem hitinn er mikill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×