Lífið

Gáfuleg varfærni dugði Gísla ekki

Gísli Ásgeirsson þaulvanur pókerspilari en taktar af því taginu dugðu ekki gegn Gettu betur-meistaranum Jóni Pálma.
Gísli Ásgeirsson þaulvanur pókerspilari en taktar af því taginu dugðu ekki gegn Gettu betur-meistaranum Jóni Pálma.

Enn eitt spurningaljónið hefur nú verið að velli lagt í Meistaranum. Jón Pálmi Óskarsson læknir sigraði í sjöttu viðureign spurningaþáttar Loga Bergmanns hinn kunna gáfumann Gísla Ásgeirsson þýðanda í Meistaranum í gærkvöldi í hörkuspennandi viðureign. Fyrir viku fauk hinn fróði Sigurður G. Tómasson úr keppni og því má ljóst vera að ekki er fyrir veifiskata að ætla sér áfram í Meistaranum.

Fyrir liggur að engin skömm er að tapa fyrir Jóni Pálma, sem er tvöfaldur sigurvegari úr Gettu betur. Gegn því hafði Gísli þá einu reynslu að styðjast við að hafa tekið þátt í spurningakeppni kvenfélags á Ísafirði og að hafa keppt í spurningakeppni útvarpsþáttarins Górillu sem var á Aðalstöðinni fyrir um 12 árum. Allt kom fyrir ekki.

Litli bróðir Gísla, Páll Ásgeir, gerði betur en stóri bróðir og er kominn áfram í fjórðungsúrslit. Páll vakti mikla athygli fyrir taktík sem gekk út á að leggja hámark stiga undir við hvert tækifæri. Gísli byrjaði á sömu lund. Stóðu leikar jafnir þegar komið var í töluspurningar en þá tók Gísli forystu. En ákvað undir lokin að sýna klókindi og lagði aðeins eitt stig undir. Hafði ekki svar en tapaði aðeins einu stigi en hafði nú sett pressu á Pálma. Staðan 21–17 fyrir Gísla. En Pálmi átti síðasta leik, lagði fimm stig undir og svaraði rétt. Hann sigraði því 22 –21.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.