Innlent

Menningarvöfflur ruku upp í gesti og gangandi í Þingholtunum

Ungur íbúi í Þingholtunum bakaði fleiri hundruð vöfflur í dag og bauð gestum og gangandi ásamt rjúkandi kaffi sem hann hellti upp á. Allt var þetta gert í nafni menningarinnar.

Frumkvöðullinn Sveinn Benediktsson fékk þá hugmynd að færa gamla og gilda sveitamenningu inn í borgina í dag þegar hann tók fram leyniuppskrift fjölskyldunnar í tilefni menningarnætur. Hann var með mörg járn í eldinum í blíðviðrinu í dag.

Það voru rjúkandi vöfflur sem ruku upp í vegfarendur sem nánast fylltu litla garðinn við Baldursgötuna í Reykjavík.

Margir viltu ólmir borga fyrir veitingarnar, en þetta var allt ókeypis eins og í sveitinni í gamla daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×