Innlent

Ekki heimsmet, en Íslandsmet

MYND/Heiða

Tilraun til að setja heimsmet í hvísluleik í í garði Listasafns Einars Jónssonar á menningarnótt mistókst í dag en aðeins 600 manns hvísluðust á. Tæplega ellefu hundruð hefði þurft til að slá metið. Þá brenglaðist setningin sem hvíslað var í meðförum þátttakenda, en hún byrjaði sem -heimsmet í Reykjavík - en þegar yfir lauk hafði það breyst í - er þetta komið.

Diljá Ámundadóttir var á meðal skipuleggjenda framtaksins. Hún segir í samtali við Vísi að þrátt fyrir að tilraunin hafi mistekist hafi stemningin í garðinum verið frábær. Hún bendir einnig á að þrátt fyrir að heimsmetstilraunin hafi farið út um þúfur sé þetta án efa Íslandsmet.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×