Innlent

Vinstri - græn tvöfalda fylgi sitt í Norðvesturkjördæmi

MYND/Anton Brink

Vinstri - græn ríflega tvöfalda fylgi sitt í Norðvesturkjördæmi frá síðustu þingkosningum samkvæmt könnnun sem Capacent gerði fyrir Ríkisútvarpið í kjördæminu og birt var í dag.

Fylgi Vinstri - grænna er nú 23 prósent en var ellefu prósent í síðustu kosningum og fengi flokkurinn tvo þingmenn í kjördæminu ef kosið yrði nú.

Sjálfstæðismenn mælast með jafnmikið fylgi nú og fyrir fjórum árum, eða 30 prósent, og fá þrjá þingmenn. Hins vegar tapa Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin fylgi í kjördæminu og fá aðeins einn mann hvor í stað tveggja í síðustu kosningum. Enn fremur fá frjálslyndir einn þingmann.

Hér er aðeins átt við kjördæmakosna þingmenn, en þingmönnum kjördæmisins fækkar um einn frá því árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×