Tíu skref að grænni borg 11. apríl 2007 18:30 Eigendur vistvænna bíla fá ókeypis í stæði borgarinnar og námsmenn í Reykjavík fá frítt í Strætó frá og með næst hausti. Þetta er hluti af nýrri tíu skrefa áætlun Reykjavíkurborgar í umhverfismálum. Borgarstjóri og borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík kynntu þessa nýju tíu skrefa áætlun í dag, undir kjörorðinu Græn skref í Reykjavík. Með þess sem verður gert er Pósthússtræti meðfram Austurvelli verður gert að göngugötu á góðviðrisdögum. Miklatún verður endurskipulagt og kaffihúsi komið fyrir í Hljómskálagarðinum. Þá verður boðið upp á bláar ruslatunnur fyrir pappír, en með þv í einu að flokka pappír segir borgarstjóri að minnka megi urðun um 30 prósent. Hvetja á fólk til að ganga og hjóla meira með því að bæta göngustíga borgarinnar, fjölga bekkjum við þá og fjölga vatnspóstum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að styrkja eigi göngustígakerfið. Göngustígurinn frá Ægissíðu upp í Breiðholt verði t.a.m. tvöfaldaður á breiddina. Þá verður hreinsunarátaki borgarinnar haldið áfram og farið í átak í Vesturbæ, miðbæ og Grafarholti og ráðist gegn veggjakroti. Borgarstjóri biður graffara að hugleiða það mikla tjón sem þeir valda einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélaginu. Það kosti Reykjavík um 100 milljónir króna á ári að þrífa veggjakrot. Á næstu árum verður farið í að endurbæta lóðir leik- og grunnskóla í borginni. "Margar skólalóðir eru ekki börnum bjóðandi," segir borgarstjóri. Þær þurfi að laga og það verði gert á næstu árum. Fólki verður umbunað fyrir að keyra á vistvænum bílum. Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfissviðs borgarinnar segir að sífellt fleiri tvinnbílar sjáist á götum borgarinnar. Slíkir bílar verði gjaldfrjálsir á stæðum borgarinnar ásamt fleiri bílum sem menga lítið. Og í haust fá námsmenn í Reykjavík frítt í strætó. Með þessu segir Gísli Marteinn að borgaryfirvöld vilji hvetja ungt fólk til að nota strætisvagnana, en með því að fresta því t.d. um eitt ár að kaupa bíl, geti námsmaður sparað sér allt að 800 þúsund krónur. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira
Eigendur vistvænna bíla fá ókeypis í stæði borgarinnar og námsmenn í Reykjavík fá frítt í Strætó frá og með næst hausti. Þetta er hluti af nýrri tíu skrefa áætlun Reykjavíkurborgar í umhverfismálum. Borgarstjóri og borgarfulltrúar meirihlutans í Reykjavík kynntu þessa nýju tíu skrefa áætlun í dag, undir kjörorðinu Græn skref í Reykjavík. Með þess sem verður gert er Pósthússtræti meðfram Austurvelli verður gert að göngugötu á góðviðrisdögum. Miklatún verður endurskipulagt og kaffihúsi komið fyrir í Hljómskálagarðinum. Þá verður boðið upp á bláar ruslatunnur fyrir pappír, en með þv í einu að flokka pappír segir borgarstjóri að minnka megi urðun um 30 prósent. Hvetja á fólk til að ganga og hjóla meira með því að bæta göngustíga borgarinnar, fjölga bekkjum við þá og fjölga vatnspóstum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir að styrkja eigi göngustígakerfið. Göngustígurinn frá Ægissíðu upp í Breiðholt verði t.a.m. tvöfaldaður á breiddina. Þá verður hreinsunarátaki borgarinnar haldið áfram og farið í átak í Vesturbæ, miðbæ og Grafarholti og ráðist gegn veggjakroti. Borgarstjóri biður graffara að hugleiða það mikla tjón sem þeir valda einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélaginu. Það kosti Reykjavík um 100 milljónir króna á ári að þrífa veggjakrot. Á næstu árum verður farið í að endurbæta lóðir leik- og grunnskóla í borginni. "Margar skólalóðir eru ekki börnum bjóðandi," segir borgarstjóri. Þær þurfi að laga og það verði gert á næstu árum. Fólki verður umbunað fyrir að keyra á vistvænum bílum. Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfissviðs borgarinnar segir að sífellt fleiri tvinnbílar sjáist á götum borgarinnar. Slíkir bílar verði gjaldfrjálsir á stæðum borgarinnar ásamt fleiri bílum sem menga lítið. Og í haust fá námsmenn í Reykjavík frítt í strætó. Með þessu segir Gísli Marteinn að borgaryfirvöld vilji hvetja ungt fólk til að nota strætisvagnana, en með því að fresta því t.d. um eitt ár að kaupa bíl, geti námsmaður sparað sér allt að 800 þúsund krónur.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira