Innlent

Byggja 14 þúsund fermetra höfuðstöðvar á strætólóð

Sænska arkitektastofan Monarken sigraði í samkeppni um hönnun nýrra höfuðstöðva Glitnis í Reykjavík. Byggingin verður fjórtán þúsund fermetrar á ellefu hæðum og er ætlað að hýsa allt að átta hundruð starfsmenn.

Glitnir gekk frá kaupum á lóð Reykjarvíkurborgar við Kirkjusand þar sem Strætó var áður fyrir rúmu ári. Glitnir hefur fengið hluta af svæðinu í sínar hendur en fær það að fullu afhent næsta haust.

Efnt var til alþjóðlegar samkeppni um hönnun nýrra höfuðstöðva á reitnum og skipulag fyrir lóðrnar Kirkjusand 2 og Borgartún 41 en þar verður einnig íbúðabyggð.

Tillaga arkitektastofunnar Monarken, sem bar sigur úr býtum, gerir ráð fyrir að á svæðinu verði röð tengdra bygginga og grænt svæði í kring. Höfuðstöðvar Glitnis verða samkvæmt tillögunni á mest áberandi staðnum í skipulagsreitnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×