Innlent

Hvalshræ í fjörunni við golfvöllinn í Grindavík

MYND/Víkurfréttir

Hvalur, sem líklega er hrefna, hefur rekið upp í fjöru skammt frá golfvellinum í Grindavík. Að því er fram kemur á vef Víkurfrétta er talið líklegt að hvalurinn hafi legið í fjörunni í nokkurn tíma enda hefur hann rotnað töluvert.

Þykir það merkilegt hversu langt upp á land hræinu hefur skolað og er því líklegt að það hafi gerst í stórbrimi fyrir fáeinum vikum. Ekki er hægt að segja til um hvað orðið hefur hvalnum að aldurtila. Hvalrekar þóttu mikil búbót hér í eina tíð og voru nýttir til fæðu en ólíklegt verður að teljast að nokkur leggi sér hann til munns annar en dýr þar sem hann hefur rotnað verulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×