Innlent

Þrífætt eftirlegukind í Húsadal

MYND/Jón S.

Enn er verið að heimta sauðfé af fjöllum þrátt fyrir að aðeins rúm vika sé nú til sumars. Þannig fundu bændur á Vestfjörðum um 15 kindur í Húsadal í Ísafirði um Páskana en spurnir höfðu borist af því á föstudaginn langa.

Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta.

Samkvæmt fréttinni lögðu fjórir smalar af stað frá Reykhólum á fjórhjólum yfir Þorskafjarðarheið og í Húsadal þar sem þeir skiptu liði. Auðveldlega gekk að finna féð og komu þær allar heilar af fjalli utan einnar sem hafði misst fót.

Haft er eftir Guðmundi Sigvaldssyni, smala frá Reykhólum, í frétt Bæjarins besta að ekki sé óvenjulegt að kindur séu heimtar svo seint af fjöllum. Segir hann að í fyrra hafi síðustu kindurnar fundist í maímánuði.

sjá má frétt BB í heild hér.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×