Innlent

Ný könnun um fylgi flokka í Suðurkjördæmi birt í kvöld

Þriðji kosningafundur Stöðvar 2 hefst á Hótel Selfossi laust fyrir klukkan sjö í kvöld. Liðsmenn fréttastofunnar og Íslands í dag hafa farið um landið síðustu vikur og yfirheyrt oddvita þeirra framboðslista sem legið hafa fyrir; í síðustu viku sátu oddvitarnir í Norðausturkjördæmi fyrir á Akureyri og þar áður voru garnirnar raktar úr foringjunum í Norðausturkjördæmi í Stykkishólmi.

Í upphafi kosningafundarins í kvöld verður birt glæný skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um stöðu flokkanna í Suðurkjördæmi en jafnframt verður sagt frá vilja kjósenda í kjördæminu til virkjana í neðri hluta Þjórsár. Kosningafundur Stöðvar 2 í Suðurkjördæmi hefst fimm mínútur fyrir sjö í kvöld og stendur í klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×