Innlent

Mildi að tengivagn hafnaði ekki á íbúðarhúsi undir Eyjafjöllum

Mildi þykir að tengivagn sem slitnaði aftan úr flutningabifreið til móts við Steinabæi undir Eyjafjöllum skyldi ekki enda á íbúðarhúsi og fjósi á Steinum í nótt.

Flutningabíllinn var á vegum Samskipa á leið austur á land þegar tengivagninn slitnaði einhverra hluta vegna aftan úr bílnum. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli fór vagninn yfir á rangan vegarhelming og út í móa og rann hátt í hundrað metra áður en hann valt þar á túni. Þykir það hafa verið mikil heppni því ef vagninn hefði runnið beint út af veginum hægra megin hefði hann líklega hafnað á íbúðarhúsi og fjósi að Steinum.

Lögreglan veit ekki hvers vegna vagninn slitnaði frá flutningabílnum og hún hefur ekki rætt við ökumann flutningabílsins enn. Talið er að vagninn hafi skekkst nokkuð við veltuna en fulltrúar frá Samskipum eru nú á vettvangi að skoða vagninn og aðstæður. Ekki hefur náðst í þá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×