Innlent

Olíumálið fyrir Héraðsdómi í dag

MYND/Vilhelm G.

Mál olíufélaganna gegn samkeppnisyfirvöldum og íslenska ríkinu verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Olíufélögin krefjast þess að sektargreiðslur samkeppnisyfirvalda vegna ólögmæts samráðs félaganna verði minnkaðar eða felldar niður.

Gerðar verða ráðstafanir í dag vegna beiðni samkeppnisyfirvalda um að fá að kalla til sérstakra matsmanna. Verður hlutverk þeirra að fara yfir útreikninga samkeppnisyfirvalda vegna meints hagnaðs olíufélaganna af samráðinu.

Krafa olíufélaganna þriggja, Essó, Skeljungs og Olís, hefur verið til umfjöllunar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur frá því síðasta haust. Félögin þrjú hafa haldið því fram að útreikningar samkeppnisyfirvalda af meintum hagnaði félaganna af samráðinu séu ekki réttir. Hafa félögin lagt fram skýrslur dómskvaddra matsmanna máli sínu til sönnunar. Í kjölfarið lögðu samkeppnisyfirvöld fram beiðni um að fá matsmenn til að fara yfir útreikningana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×