Innlent

Framleiðsla á áli hafin við Reyðarfjörð

Frá álverinu við Reyðarfjörð.
Frá álverinu við Reyðarfjörð. MYND/Stöð 2

Framleiðsla á áli í álveri Alcoa Fjarðaráls við Reyðarfjörð er hafin og verður tappað af fyrstu kerjunum á morgun. Um er að ræða framleiðslu í 42 kerjum sem eiga skila alls 45 þúsund tonnum af áli. Byrjað var að hita kerin á mánudaginn en alls verða 336 ker í álverinu með framleiðslugetu upp á 346 þúsund tonn þegar framkvæmdunum lýkur.

Fyrsta sendingin af súráli kom til Reyðarfjarðar í lok síðasta mánaðar en súrál er meginuppistaða í hráefnis í áli. Alls voru þá flutt inn til landsins 39 þúsund tonn af súráli en tæp tvö tonn súráls þarf til að framleiða eitt tonn af áli.

Framkvæmdir við álverið í Fjarðaráli eru nú vel á veg komnar og gert er ráð fyrir því að full framleiðsla geti hafist í október á þessu ári. Um 400 manns munu starfa hjá álverinu í framtíðinni.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×