Íslenski boltinn

Stefán hættir eftir næsta tímabil

Stefán Þórðarson í leik með Norrköping.
Stefán Þórðarson í leik með Norrköping.

Stefán Þórðarson segir líklegt að hann muni hætta knattspyrnuiðkun eftir næsta tímabil en hann mun á næstunni ganga til liðs við ÍA.

Þetta segir hann í samtali við sænska útvarpsstöð er liðið fagnaði meistaratitlinum í sænsku 1. deildinni á laugardagskvöldið. Það kom saman í miðbæ Norrköping ásamt fjölmörgum stuðningsmönnum liðsins.

„Þetta var frábært. Stuðningsmennirnir eru frábærir," sagði Stefán sem hefur spilað með Norrköping síðan 2005 og verið í miklum metum þar. „Nú mun ég spila með mínu æskufélagi í eitt ár en svo tel ég líklegt að ég hætti."

Hann lofaði þó í viðtalinu að hann myndi snúa aftur til Norrköping en þá sem stuðningsmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×