Framtíð Caitlin litlu ræðst eftir þrjár vikur Breki Logason skrifar 6. nóvember 2007 11:08 Caitlin litla verður 22 mánaða þann 24.nóvember. „Það kemur fyrir að ég horfi löngunar augum á fólkið koma til landsins. Þá er ég að vona að hann gefist bara upp og hún birtist allt í einu. Ég veit þetta hljómar hálf geðveikislega en ég sveiflast bara upp og niður alla daga," segir Dagbjört Rós Halldórsdóttir sem stendur í forræðisdeilu við bandarískan eiginmann sinn. Dagbjört vinnur baki brotnu í verslun 10-11 í Leifsstöð en búðin er staðsett beint á móti innganginum þar sem farþegarnir koma til landsins. Sögu Dagbjartar ættu flestir að vera farnir að kannast við. Hún fluttist með eiginmanni sínum til heimalands hans fyrir rúmu ári. Henni var síðan vísað úr landi ásamt syni sínum í maí á þessu ári þar sem dvalarleyfi þeirra hafði ekki verið endurnýjað því maður hennar neitaði að skrifa undir það. Kvöldið áður en Dagbjört þurfti að yfirgefa landið háttaði hún Caitlin litlu dóttur sína niður í rúm og kyssti hana góða nótt. Dagbjört hefur hvorki heyrt né séð neitt af dóttur sinni síðan þá. „Biðin hefur verið hrikaleg og þetta eru hörmungar sem erfitt er að lýsa. Það er ekki bara erfitt að hafa ekki barnið sitt hjá sér heldur saknar bróðir hennar systur sinnar mikið. Það er erfitt að horfa upp á hann í sárum," segir Dagbjört og á þar við 6 ára gamlan son sinn, Sindra Pál, sem hún segir styrktarpunktinn sinn í þessu öllu saman. Caitlin litla verður 22 mánaða núna 24.nóvember og Dagbjört hafði sent sjö tölvupósta áður en eiginmaðurinn sagði henni hvar dóttirin væri niðurkomin. „Hann svaraði því síðan að hún væri komin til hans, áður hafði hún verið hjá ömmu sinni og afa sem mér fannst betra. Ég á reyndar von á því að mamma hans sé hjá honum að passa dóttur mína," segir Dagbjört en eiginmaðurinn vinnur frá 7 á morgnanna til 21 á kvöldin og hefur því lítinn tíma til þess að sinna stelpunni. Dagbjört er í þeirri stöðu að hún má ekki koma til Bandaríkjanna og getur því lítið gert. En nú hefur hún fengið staðfest að málið hennar verður tekið fyrir eftir þrjár vikur. „Ég sótti um bráðabirgðaforræði sem gengur út á það að hún verði hjá mér þangað til ákvörðun um fullt forræði verður tekin. Þetta getur farið á hvorn veginn sem er en maður verður að vona það besta." Það er ekki ókeypis að standa í forræðisdeilu þvert yfir Atlantshafið og það veit Dagbjört best. „Við settum af stað styrktarreiking og sem betur fer gátum við borgað lögfræðingnum okkar strax með þeim peningum. Það lítur allt út fyrir að pabbi verði að fara út en það er dýrt að fljúga þangað, við verðum bara að finna út úr því og eins og er þá vinn ég eins mikið og ég mögulega get." Dagbjört hefur áhyggjur af því að það komi illa út fyrir hana að geta ekki verið viðstödd þegar málið verður tekið fyrir. En hún fær að vera vitni í gegnum síma og vonandi Skype segir hún. Þeim sem vilja styrkja Dagbjörtu Rós er bent á styrktarreikning en upplýsingar um hann er hægt að nálgast á bloggsíðu Dagbjartar, www.dagbjort-ros.bloggar.is Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira
„Það kemur fyrir að ég horfi löngunar augum á fólkið koma til landsins. Þá er ég að vona að hann gefist bara upp og hún birtist allt í einu. Ég veit þetta hljómar hálf geðveikislega en ég sveiflast bara upp og niður alla daga," segir Dagbjört Rós Halldórsdóttir sem stendur í forræðisdeilu við bandarískan eiginmann sinn. Dagbjört vinnur baki brotnu í verslun 10-11 í Leifsstöð en búðin er staðsett beint á móti innganginum þar sem farþegarnir koma til landsins. Sögu Dagbjartar ættu flestir að vera farnir að kannast við. Hún fluttist með eiginmanni sínum til heimalands hans fyrir rúmu ári. Henni var síðan vísað úr landi ásamt syni sínum í maí á þessu ári þar sem dvalarleyfi þeirra hafði ekki verið endurnýjað því maður hennar neitaði að skrifa undir það. Kvöldið áður en Dagbjört þurfti að yfirgefa landið háttaði hún Caitlin litlu dóttur sína niður í rúm og kyssti hana góða nótt. Dagbjört hefur hvorki heyrt né séð neitt af dóttur sinni síðan þá. „Biðin hefur verið hrikaleg og þetta eru hörmungar sem erfitt er að lýsa. Það er ekki bara erfitt að hafa ekki barnið sitt hjá sér heldur saknar bróðir hennar systur sinnar mikið. Það er erfitt að horfa upp á hann í sárum," segir Dagbjört og á þar við 6 ára gamlan son sinn, Sindra Pál, sem hún segir styrktarpunktinn sinn í þessu öllu saman. Caitlin litla verður 22 mánaða núna 24.nóvember og Dagbjört hafði sent sjö tölvupósta áður en eiginmaðurinn sagði henni hvar dóttirin væri niðurkomin. „Hann svaraði því síðan að hún væri komin til hans, áður hafði hún verið hjá ömmu sinni og afa sem mér fannst betra. Ég á reyndar von á því að mamma hans sé hjá honum að passa dóttur mína," segir Dagbjört en eiginmaðurinn vinnur frá 7 á morgnanna til 21 á kvöldin og hefur því lítinn tíma til þess að sinna stelpunni. Dagbjört er í þeirri stöðu að hún má ekki koma til Bandaríkjanna og getur því lítið gert. En nú hefur hún fengið staðfest að málið hennar verður tekið fyrir eftir þrjár vikur. „Ég sótti um bráðabirgðaforræði sem gengur út á það að hún verði hjá mér þangað til ákvörðun um fullt forræði verður tekin. Þetta getur farið á hvorn veginn sem er en maður verður að vona það besta." Það er ekki ókeypis að standa í forræðisdeilu þvert yfir Atlantshafið og það veit Dagbjört best. „Við settum af stað styrktarreiking og sem betur fer gátum við borgað lögfræðingnum okkar strax með þeim peningum. Það lítur allt út fyrir að pabbi verði að fara út en það er dýrt að fljúga þangað, við verðum bara að finna út úr því og eins og er þá vinn ég eins mikið og ég mögulega get." Dagbjört hefur áhyggjur af því að það komi illa út fyrir hana að geta ekki verið viðstödd þegar málið verður tekið fyrir. En hún fær að vera vitni í gegnum síma og vonandi Skype segir hún. Þeim sem vilja styrkja Dagbjörtu Rós er bent á styrktarreikning en upplýsingar um hann er hægt að nálgast á bloggsíðu Dagbjartar, www.dagbjort-ros.bloggar.is
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Fleiri fréttir Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sjá meira