Framtíð Caitlin litlu ræðst eftir þrjár vikur Breki Logason skrifar 6. nóvember 2007 11:08 Caitlin litla verður 22 mánaða þann 24.nóvember. „Það kemur fyrir að ég horfi löngunar augum á fólkið koma til landsins. Þá er ég að vona að hann gefist bara upp og hún birtist allt í einu. Ég veit þetta hljómar hálf geðveikislega en ég sveiflast bara upp og niður alla daga," segir Dagbjört Rós Halldórsdóttir sem stendur í forræðisdeilu við bandarískan eiginmann sinn. Dagbjört vinnur baki brotnu í verslun 10-11 í Leifsstöð en búðin er staðsett beint á móti innganginum þar sem farþegarnir koma til landsins. Sögu Dagbjartar ættu flestir að vera farnir að kannast við. Hún fluttist með eiginmanni sínum til heimalands hans fyrir rúmu ári. Henni var síðan vísað úr landi ásamt syni sínum í maí á þessu ári þar sem dvalarleyfi þeirra hafði ekki verið endurnýjað því maður hennar neitaði að skrifa undir það. Kvöldið áður en Dagbjört þurfti að yfirgefa landið háttaði hún Caitlin litlu dóttur sína niður í rúm og kyssti hana góða nótt. Dagbjört hefur hvorki heyrt né séð neitt af dóttur sinni síðan þá. „Biðin hefur verið hrikaleg og þetta eru hörmungar sem erfitt er að lýsa. Það er ekki bara erfitt að hafa ekki barnið sitt hjá sér heldur saknar bróðir hennar systur sinnar mikið. Það er erfitt að horfa upp á hann í sárum," segir Dagbjört og á þar við 6 ára gamlan son sinn, Sindra Pál, sem hún segir styrktarpunktinn sinn í þessu öllu saman. Caitlin litla verður 22 mánaða núna 24.nóvember og Dagbjört hafði sent sjö tölvupósta áður en eiginmaðurinn sagði henni hvar dóttirin væri niðurkomin. „Hann svaraði því síðan að hún væri komin til hans, áður hafði hún verið hjá ömmu sinni og afa sem mér fannst betra. Ég á reyndar von á því að mamma hans sé hjá honum að passa dóttur mína," segir Dagbjört en eiginmaðurinn vinnur frá 7 á morgnanna til 21 á kvöldin og hefur því lítinn tíma til þess að sinna stelpunni. Dagbjört er í þeirri stöðu að hún má ekki koma til Bandaríkjanna og getur því lítið gert. En nú hefur hún fengið staðfest að málið hennar verður tekið fyrir eftir þrjár vikur. „Ég sótti um bráðabirgðaforræði sem gengur út á það að hún verði hjá mér þangað til ákvörðun um fullt forræði verður tekin. Þetta getur farið á hvorn veginn sem er en maður verður að vona það besta." Það er ekki ókeypis að standa í forræðisdeilu þvert yfir Atlantshafið og það veit Dagbjört best. „Við settum af stað styrktarreiking og sem betur fer gátum við borgað lögfræðingnum okkar strax með þeim peningum. Það lítur allt út fyrir að pabbi verði að fara út en það er dýrt að fljúga þangað, við verðum bara að finna út úr því og eins og er þá vinn ég eins mikið og ég mögulega get." Dagbjört hefur áhyggjur af því að það komi illa út fyrir hana að geta ekki verið viðstödd þegar málið verður tekið fyrir. En hún fær að vera vitni í gegnum síma og vonandi Skype segir hún. Þeim sem vilja styrkja Dagbjörtu Rós er bent á styrktarreikning en upplýsingar um hann er hægt að nálgast á bloggsíðu Dagbjartar, www.dagbjort-ros.bloggar.is Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Það kemur fyrir að ég horfi löngunar augum á fólkið koma til landsins. Þá er ég að vona að hann gefist bara upp og hún birtist allt í einu. Ég veit þetta hljómar hálf geðveikislega en ég sveiflast bara upp og niður alla daga," segir Dagbjört Rós Halldórsdóttir sem stendur í forræðisdeilu við bandarískan eiginmann sinn. Dagbjört vinnur baki brotnu í verslun 10-11 í Leifsstöð en búðin er staðsett beint á móti innganginum þar sem farþegarnir koma til landsins. Sögu Dagbjartar ættu flestir að vera farnir að kannast við. Hún fluttist með eiginmanni sínum til heimalands hans fyrir rúmu ári. Henni var síðan vísað úr landi ásamt syni sínum í maí á þessu ári þar sem dvalarleyfi þeirra hafði ekki verið endurnýjað því maður hennar neitaði að skrifa undir það. Kvöldið áður en Dagbjört þurfti að yfirgefa landið háttaði hún Caitlin litlu dóttur sína niður í rúm og kyssti hana góða nótt. Dagbjört hefur hvorki heyrt né séð neitt af dóttur sinni síðan þá. „Biðin hefur verið hrikaleg og þetta eru hörmungar sem erfitt er að lýsa. Það er ekki bara erfitt að hafa ekki barnið sitt hjá sér heldur saknar bróðir hennar systur sinnar mikið. Það er erfitt að horfa upp á hann í sárum," segir Dagbjört og á þar við 6 ára gamlan son sinn, Sindra Pál, sem hún segir styrktarpunktinn sinn í þessu öllu saman. Caitlin litla verður 22 mánaða núna 24.nóvember og Dagbjört hafði sent sjö tölvupósta áður en eiginmaðurinn sagði henni hvar dóttirin væri niðurkomin. „Hann svaraði því síðan að hún væri komin til hans, áður hafði hún verið hjá ömmu sinni og afa sem mér fannst betra. Ég á reyndar von á því að mamma hans sé hjá honum að passa dóttur mína," segir Dagbjört en eiginmaðurinn vinnur frá 7 á morgnanna til 21 á kvöldin og hefur því lítinn tíma til þess að sinna stelpunni. Dagbjört er í þeirri stöðu að hún má ekki koma til Bandaríkjanna og getur því lítið gert. En nú hefur hún fengið staðfest að málið hennar verður tekið fyrir eftir þrjár vikur. „Ég sótti um bráðabirgðaforræði sem gengur út á það að hún verði hjá mér þangað til ákvörðun um fullt forræði verður tekin. Þetta getur farið á hvorn veginn sem er en maður verður að vona það besta." Það er ekki ókeypis að standa í forræðisdeilu þvert yfir Atlantshafið og það veit Dagbjört best. „Við settum af stað styrktarreiking og sem betur fer gátum við borgað lögfræðingnum okkar strax með þeim peningum. Það lítur allt út fyrir að pabbi verði að fara út en það er dýrt að fljúga þangað, við verðum bara að finna út úr því og eins og er þá vinn ég eins mikið og ég mögulega get." Dagbjört hefur áhyggjur af því að það komi illa út fyrir hana að geta ekki verið viðstödd þegar málið verður tekið fyrir. En hún fær að vera vitni í gegnum síma og vonandi Skype segir hún. Þeim sem vilja styrkja Dagbjörtu Rós er bent á styrktarreikning en upplýsingar um hann er hægt að nálgast á bloggsíðu Dagbjartar, www.dagbjort-ros.bloggar.is
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent