Innlent

Auðmenn að safna jörðum á Íslandi

Sverrir Kristinsson, varaformaður Félags fasteignasala,segir að íbúafjölgun í Reykjavík nú sé sú mesta í hálfa öld. Þetta sé einn af meginþáttunum sem orsakað hafa mikla hækkun á húsnæði í höfuðborginni. Sverrir segir að eignamenn séu að safna jörðum og verð á þeim og lendum hafi því hækkað mikið.



Þrátt fyrir að í nýlegri þjóðhagsspá sé gert ráð fyrir að atvinnuleysi liðlega þrefaldist á næstu þremur árum hefur eftirspurn aukist eftir íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Þrátt fyrir að mikið hafi verið byggt, og að framboð sé umfram eftirspurn, hefur fasteignaverð rokið upp og sala er nú meiri en hún hefur verið í langan tíma. Hátt fasteignaverðið hefur haft áhrif til hækkunar á verðbólgu.

Sverrir Kristinsson, varaformaður félags fasteignasala, segir að fjölgun íbúa í Reykjavík sé ein helsta ástæða þess að íbúðaverð haldi áfram að hækka.

Í nýútgefnum tölum frá Fasteignamati ríkisins kemur fram að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um núll komma fimm prósent milli maí og júní.

Sverrir segir að íbúðaverð hækki ekki eitt og sér því verð á sumarbústöðum og jörðum hafi einnig hækkað verulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×