Innlent

Mótmælendur í lífshættu við álverið í Straumsvík

Sighvatur Jónsson skrifar

Þrettán manns voru handteknir eftir mótmæli samtakanna Saving Iceland við álverið í Straumsvík í dag. Lögregla segir hóp fólksins hafa verið handtekin af öryggisástæðum, þar sem fólkið hafi hreinlega verið í lífshættu er það hljóp inná svæðið við kerskála álversins.

Verið var að mótmæla fyrirhuguðum álverum og stækkun álvera á Íslandi. Af þeim þrettán sem voru handteknir voru fjórir íslenskir ríkisborgarar.

Fólkið var handtekið fyrir að hlýða ekki lögreglu, fyrir að fara inná lokað vinnusvæði og lögregla segir suma hafa stefnt sér í lífshættu með því að hlaupa inná svæði við kerskála álversins.

Lögregla þurfti þó að fara að öllu með gát, því sumir mómælenda höfðu fest keðjurnar nærri hálsi og höfði. Síðdegis hafði lögregla fundið alla mótmælendur á vinnusvæðinu og handtekið.

Saving Iceland eru samtök stofnuð á Íslandi en hafa hlotið liðsstyrk frá erlendum mótmælendum úr samskonar samtökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×