Innlent

Laxveiði tekur við sér

Laxveiði er víða að glæðast  eftir mjög lélega veiði að undanförnu, sem aðallega er rakið til vatnsleysis í ánum vegna þurrka. Vatnið í þeim hefur líka hlýnað upp úr öllu valdi þannig að laxinn hefur legið og ekki viljað taka beitu. Víða hefur hann líka legið út af árósunum og ekki gengið upp, eða hafst við í jökulánum og ekki gengið upp i ferskar þverárnar vegna vatnsleysis. Dæmi voru um að veiðimenn reyndu ekki einu sinni að nýta veiðileyfi sín, en nú er dæmið hvarvetna að snúast við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×