Innlent

Hús í Vestmannaeyjum eyðilagðist í eldi

Mynd/Vísir

Stálgrindarhús í Vestmannaeyjum eyðilagðist í bruna í nótt. Húsið var áður kennt við Sæfellsbúið í Vestmannaeyjum en þar var eggjabú þar til fyrir nokkrum árum. Húsið stendur sunnarlega á Heimaey á leiðinni út að Stórhöfða.

Tilkynning um eldinn barst lögreglu um klukkan háffjögur í nótt og þegar hún og slökkvilið komu á vettvang var talsverður eldur í húsinu. Kallað var á aðstoð frá slökkviliðinu á Vestmannaeyjaflugvelli og barðist því allt tiltækt slökkvilið í Eyjum við eldinn.

Slökkvistarfi lauk um hálfsexleytið í morgun en þá var búslóð og jeppi sem voru í húsinu gjörónýt. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá hitablásara sem var í húsinu og verður hann rannsakaður á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×